Vegna meiðsla og ellikruma verður ekki tekin æfing fyrir leikinn annað kvöld gegn HK
8. desember, 2011
Þar sem meiðsli og ellikrum hafa hrjáð leikmenn B-etra) liðs ÍBV hefur verið tekin ákvörðun um sleppa alfarið æfingum fyrir leikinn í gegn HK annað kvöld. Þess í stað eru leikmenn beðnir um að kynna sér vandlega meðfylgjandi myndband en þar koma fram einfaldar útgáfur af þeim kerfum og aðferðum sem lagt verður upp með og tryggja munu sigur gegn lærisveinum Erlings í HK (sjá: www.youtube.com/watch).