Vorið 2001 kom einnig upp riða á Hrafnkelsstöðum og þá var öllu fé á bænum fargað líkt og nú. Sigurður segir hús og umhverfi hafa verið hreinsað með nákvæmni og samkvæmt ströngustu kröfum áður en ábúendum var heimilað að taka fé að nýju haustið 2002. �?Flest var hreinsað betur en krafist var en dugði þó ekki til. �?að er sannkallað áfall að fá veikina aftur á þennan bæ,�? segir Sigurður.
Engin sjúkdómseinkenni var að sjá á kindunum tveimur sem greindust með riðu, heldur fannst veikin í heilasýnum sem tekin voru við reglubundið eftirlit með sjúkdómnum. Voru þær báðar heimaaldar. �?Hér erum við komin með próf sem finnur veikina áður en einkenni koma í ljós. Við verðum að fá að nota það meira en gert hefur verið, þótt dýrt sé, en hvert sýni kostar allt að 3.500 krónur. Okkur eru sett mörk við 3.000 sýni fyrir landið allt en þyrftum að mega taka 10.000 sýni,�? segir Sigurður.
Riðuveik kind kom fram í safni Hrunamanna í haust og Sigurður segir riðusmitaðar kindur hugsanlega hafa verið á afréttunum síðustu árin. �?Hættan hefur
því verið til staðar og ekki hægt að útiloka að fleiri riðutilfelli eigi
eftir að koma í ljós á Suðurlandi á næstu vikum og mánuðum,�? sagði Sigurður í samtali við Sunnlenska fréttablaðið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst