Glæsilegir jólatónleikar fóru fram í Höllinni í gærkvöldi, 6. desember. Kvöldið heppnaðist einstaklega vel og var frábær stemning í húsinu og vel mætt. Jónsi úr Svörtum fötum steig á svið, en auk Jónsa komu fram frábærir söngvarar úr Eyjum undir leik hljómsveitarinnar Gosanna. Á meðal þeirra sem stigu á svið voru þau Guðjón Smári, Eló, Tóti, Una, Sara Renee og Sæþór Vidó, hver með sína einstöku rödd sem hrífði áhorfendur.
Þetta voru fyrstu jólatónleikarnir sem haldnir hafa verið í Höllinni, en tónleikarnir voru frábær áminning um hvað tónlistarlífið hér í Eyjum er fjölbreytt og sterk.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst