Vel heppnaður starfadagur þar sem 57 störf voru kynnt
29. apríl, 2015
Á föstudaginn var haldinn Starfadagur í Framhaldsskólanum þar sem Vestmannaeyingar sem starfa við ýmis fyrirtæki og stofnanir í Eyjum kynntu störf fyrir nemendum Framhaldsskólans og Grunnskólans og líka almenningi. Kynningin var samstarfsverkefni GRV, FÍV og Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja. Markmiðið með henni er að kynna störf hér í Eyjum þar sem krafist er menntunar, og styrkja með því nemendur og fólk í atvinnuleit í að velja sér nám og störf við hæfi.
Kynningin tókst í alla staði mjög vel og þar voru 54 störf kynnt frá 38 fyrirtækjum og stofnunum á sjö starfssviðum.
Nánar í Eyjafréttum í næstu viku.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst