Flugvélar Flugfélags Vestmannaeyja sem sinna sjúkraflugi milli lands og eyja eru í lagi en félagið hefur ekki haft leyfi til að fljúga frá því á föstudag. Framkvæmdastjóri Flugfélags Vestmannaeyja segir að Flugmálastjórn sé að skoða umbeðin gögn og vonar að hægt verði að byrja að fljúga aftur á morgun.