Matvælastofnun hefur sent út bréf til saltfisksframleiðenda um bann við notkun á fosfötum í framleiðslu á saltfiski. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafði ítrekað við íslensk stjórnvöld að blöndun fjölfosfata í saltfisk sé óheimil, þar sem slík efni eru ekki á lista EB um leyfð aukefni í saltfiskframleiðslu. Sjávarútvegsráðuneytið hafði tilkynnt ESA fyrir helgi að stjórnvöld hér á landi myndu fara að kröfu Eftirlitsstofnunarinnar um bannið.