�?egar dimmdi hittist fólkið í Bjarnalundi þar sem Loinsmenn kveiktu á jólatrénu og krakkarnir sungu jólalög. Síðan skundaði hópurinn niður að Laugarvatni og þar fleytti hver sínu kerti á vatninu á meðan hátíðleg músík endurvarpaðist af fjallinu eins og ljósin af vatninu. Himnafaðirinn var svo hugulsamur að leggja hvíta breiðu yfir jörðina svo jólastemning og hátíðleiki var allsráðandi.
�?neitanlega snertir það margan hjartastreng að standa í stillunni og horfa á ljósið sitt sigla á vatninu, hugsanlega með góðar kveðjur til horfinna ástvina innanborðs eða bara fyrir fegurðina og dulúðina sem skapast við reykinn frá hvernum og ljósadýrðinni. KS.
Af fréttavef Bláskógabyggðar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst