Félag kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum skilaði í síðustu viku inn undirskriftalistum sem lágu í nokkrum verslunum í miðbænum vegna hugmynda um verslunarhúsnæði við Löngulág. Alls skrifuðu 845 manns undir en Gréta Hólmfríður Grétarsdóttir, formaður félagsins, afhenti Gunnlaugi Grettissyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja og forseta bæjarstjórnar, listann.