Verk eftir Jóhönnu Erlendsdóttur
8. janúar, 2015
Á laugardaginn, 10. janúar, munu starfsmenn Safnahúss bjóða upp á dagskrár við hvers manns hæfi. Um er að ræða þrjá viðburði sem taka við hver af öðrum og því margs að njóta í Safnahúsinu. Blaðamanni er bent á að þessir 3 viðburðir til samans standa ekki lengur en venjulegur knattspyrnuleikur og því um að gera að skemmta sér með því að taka þátt í öllum herlegheitunum.
Allir Eyjamenn kannast við listamanninn Guðna Hermansen og víða hanga uppi málverk þessa mikla meistara Vestmannaeyja. Listvinir Safnahúss halda mikið upp á Guðna eins og aðrir listunnendur. Fyrir tæpu ári héldu þeir skemmtilega sýningu í Einarsstofu á verkum Guðna sem varðveitt eru í Safnahúsinu. Í undirbúningi sýningarinnar var forstöðumanni Safnahúss sagt að í húsinu væri varðveitt eitt málverk eftir móður Guðna, Jóhönnu Erlendsdóttur.
Enda þótt forstöðumaður viðurkenni það fyrstur manna að skilningur hans á málaralistinni er vafalaust sístur meðal listvina þá segir hann svo frá að þegar blýantsteikning frá 1905 af vangasvip konu einnar bar fyrir augu hans hafi hann orðið ástfanginn. Hin einfalda, óútskýranlega fegurð, sem listamaðurinn fangar í þokka konunnar er það sem í stuttu máli er kallað list. �?ví var það að nokkru síðar var myndin sýnd í glerskáp í Safnahúsinu og spurt hvort nokkur vissi um fleiri listaverk eftir Jóhönnu. Böndin bárust fljótlega að barnabörnum Jóhönnu og börnum Guðna, þeim Kristni og Jóhönnu, sem hafa safnað saman þeim myndum sem hér eru sýndar, að undanskilinni þeirri sem fyrir var á safninu.
Sýningin verður opnuð með stuttu ávarpi Jóhönnu, nöfnu og barnabarni Jóhönnu Erlendsdóttur og verður uppi við næstu 2 vikurnar. Dagskráin er liður í þeirri áherslu Safnahúss að kynna gersemar úr fórum kvenna árið 2015 í tilefni af því að í ár eru 100 ár liðin síðan konur fengu fyrst kosningarétt. �?ví er ástæða til að hvetja fólk til að mæta og sjá hvað Vestmannaeyjar eru ríkar af menningararfi, ekki hvað síst gleymdum perlum Eyjakvenna.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst