Verkfæri fyrir foreldra nútímans
21. janúar, 2021
Tryggvi Hjaltason

„Með þig var aðal vandamálið að fá þig inn á kvöldin, með þá er aðal vandamálið að ég kem þeim ekki út úr húsi.“

Vinur minn sem á bræður sem eru talsvert yngri en hann sjálfur sagði mér að faðir sinn hefði útskýrt helsta muninn á að ala hann og bræður hans upp með framangreindri setningu. Ein af stóru áskorunum foreldra í dag er að skilja, setja mörk og bregðast við afleiðingum þess að börn og unglingar í dag alast upp á tímum snjallsíma, samfélagsmiðla og tölvuleikja. Í mörgum tilfellum er þessi tækni lykil mótunarverkfæri barna og unglinga þegar kemur að samfélagsneti þeirra, vináttu og sjálfsmynd og þess vegna ábyrgðarhlutverk hjá öllum foreldrum að leitast eftir að skilja þennan hluta af raunveruleika barna sinna betur. Það er vandasamt hlutverk. Ég er þriggja barna faðir með menntun í öryggismálum og starfa í tölvuleikjageiranum og hef undanfarin ár stundað margvíslegar hegðunarransóknir í þeim efnum. Þrátt fyrir ákveðna forréttindaþekkingu sem ég hef aðgang að þá hef ég ítrekað staðið mig að því að misstíga mig í því að draga heilbrigð mörk þegar kemur að notkun á framangreindri tækni bæði fyrir mig og börnin mín. Í ljósi þess langar mig að miðla nokkrum punktum sem gætu gagnast í því að efla grunnlæsi í þessum efnum.

Veit ég hvað barnið mitt er að gera?

„Hvað á ég að leyfa barninu mínu að hafa mikinn skjátíma?“

Þetta er ein algengasta spurningin sem foreldrar spyrja sig þegar kemur að tölvu og símanotkun barna sinna. Spurningin er góð en skortir lykil samhengi. Fyrst þarf að hafa yfirsýn yfir hvað barnið/unglingurinn er að gera í símanum eða tölvunni. Ef barnið þitt er að læra að forrita eða tala við vini sína í gegnum tölvuna þá getur lengri viðvera jafnvel verið uppbyggileg, en ef barnið er að horfa á klám, tala við ókunnugt fólk eða spila tölvuleiki sem byggja á áráttukenndum hegðunarverkferlum t.a.m. í gegnum fjárhættuspila mekanisma þá getur verið full þörf að grípa inn í af krafti.

Spurðu þig að eftirfarandi spurningum:

Tölvuleikir spurningalisti fyrir foreldra:

  1. Hvað eru þeir 2-3 tölvuleikir sem barnið mitt hefur helst spilað síðastliðið ár?
  2. Hef ég prófað þá leiki eða veit ég út á hvað grunnspilun þeirra gengur? Gæti ég átt samtal um leikina við barnið á þann máta að barnið myndi upplifa að ég veit hvað skiptir helst máli í leiknum? M.ö.o. gæti ég vakið áhuga hjá barninu mínu með spurningu um uppáhalds tölvuleik þess?
  3. Er barnið mitt að spila við aðra í gegnum netið, ef svo á hvaða hátt?
  4. Er barnið mitt með einhverskonar áráttuhegðun gagnvart tölvuleikjanotkun? Ef barnið fengi ekki að spila tölvuleiki í 2 sólarhringa, myndi því líða illa?

Samfélagsmiðlar spurningalisti fyrir foreldra:

  1. Hvað gerir barnið mitt helst á samfélagsmiðlum? Er það t.d. að setja af sér myndir og senda myndbönd?
  2. Hverjum er barnið að fylgja (follow), hvernig er upplýsingaveitan hjá barninu (feed/story)
  3. Er barnið einangrað á samfélagsmiðlum? Er það að tala við vini sína um áhugamál sín eða er það fyrst og fremst að fylgjast með hvað aðrir gera og mæla sig við glansmyndir og hugsanlega að þróa með sér eða mata kvíða?
  4. Er barnið mitt með einhverskonar áráttuhegðun gagnvart samfélagsmiðlanotkun? Ef barnið fengi ekki að nota samfélagsmiðla í 2 sólarhringa, myndi því líða illa?

Ef þú lentir í vandræðum með að svara spurningunum hér að ofan þá held ég að þú sért á þeim stað sem flestir foreldrar eru á. Að gefa barni aðgang að internetinu hvort sem það er í gegnum það skref að gefa því snjallsíma eða leyfa því að fara í tölvur heima við er hvort sem manni líkar það betur eða verr eins og að gefa barninu lykil að veröldinni. Lykil sem getur opnað dyr inn í fallegustu lærdómshallir en líka því miður aðgang að einstaklingum sem hafa stundum einbeittan brotavilja gagnvart börnum eða algorythum sem eru hannaðir til áráttumyndunar eða samanburð sem er erfiður fullorðnu fólki og getur hreinlega verið hættulegur börnum og einstaklingum sem eru að ganga í gegnum lykil mótunartíma í sjálfsmyndunarferli sínu.

En hvað er hægt að gera til að minnka líkur á skaðlegri notkun?

Verkfærakistan

Grein af þessu tagi getur aldrei verið tæmandi eða djúp en mig langar að gefa stuttan „tjekklista“ sem foreldri með jafnvel takmarkaða tækniþekkingu ætti að geta unnið í til að mynda e.t.v. einhverskonar heilbrigðan ramma utan um tækni notkun barna sinna.

Samskipti á internetinu

Ef barnið þitt spilar tölvuleiki í nettengdu tæki þá eru góðar líkur á að sú spilun bjóði upp á samskiptamáta.

Símar: Í símum er það oft í formi spjallforrita inn í leiknum sem stundum er hægt að senda myndir í gegn. Ef þú ert ekki viss getur þú prófað leikinn sem ég mæli alltaf með sem fyrsta valkost því þá eignast þú líka sameiginlegan umræðugrundvöll um leikinn. Ef þú treystir þér ekki í það skref þá getur þú farið í Play store (fyrr Android) eða App store (fyrir iphone) og flett upp leiknum og skoðað skilmála/upplýsingar. Leikjaframleiðendum er skylt að setja þar upplýsingar um hvort notendur geta átt í samskiptum í gegnum leikinn. Leikir eins og Among Us, Minecraft, Fifa og Pacybits sem allt eru gríðarlega vinsælir símaleikir bjóða upp á samskipti inn í leikjunum.

Tölvuleikir: Í tölvuleikjum er hægt að nota svo margar samskiptaleiðir að ekki er rými til að gera tæmandi grein fyrir þeim en stærstu forritin eins og Discord (Hvað er Discord) heimila notendum að spjalla saman í gegnum hljóðnema á meðan leikir eru spilaðir. Discord er algengasta spjallforritið fyrir alla stærstu leikina eins og Fortnite, PUBG, Warzone, Fifa, Minecraft osfrv. nema ef spilað er í gegnum leikjatölvur en þá eru notuð spjallforrit tengd hverri tölvu fyrir sig.

Samfélagsmiðlar bjóða allir eðli málsins samkvæmt upp á kröftug samskiptaverkfæri.

Eftirlit með notkun og samskiptum

Besta eftirlitið er alltaf að sjálfsögðu að geta átt í opnum hreinskilnum samskiptum um internet- og tækni notkun barna sinna. Ef barnið þitt opnar sig fyrir þér um feilspor á netinu þá er mikilvægt að því mæti kærleiksríkt viðmót svo ekki sé um síðasta skiptið sem slíkt á sér stað að ræða.

En tæknilega eru hins vegar fullt af valkostum sem geta gefið betri gegnsæi um notkun barna og meiri stjórn og ef slíkt er gert í góðu samtali við barnið þá eru mörg góð verkfæri í boði. Sem dæmi getur þú náð í app sem heitir Kids Place – Parental Control sem leyfir þér að stilla upp sérskjá í símanum sem hefur aðeins aðgengilegt það sem þú villt að börnin þín skoði og er frekar einfalt í notkun.

Það er fjöldi forrita eins og porn blocker sem gera aðgang að klámi í gegnum leitarsíður osfrv. erfiðari. Stillingar í vöfrum eins og google chrome bjóða líka í nær öllum tilfellum upp á takmarkanir á leitarniðurstöðum s.s. tengt ofbeldi eða klámi. Þá er einnig hægt að tengja google reikning barna eða fjölskyldumeðlima við svokallað Family Link tengingu svo hægt sé að hafa betri yfirsýn og takmarka leitarniðurstöður.

Þegar kemur að samfélagsmiðlum eins og Youtube, Instagram, Facebook eða TikTok er í öllum tilfellum hægt að gera barna eða fjölskylduaðganga sem auka gegnsæji notkunnar. Hér eru linkar sem geta hjálpað:

Facebook Messenger fyrir börn sem er samtengt reikning foreldra

Leiðbeiningar um öruggari notkun á facebook fyrir börn og unglinga

„Family Pairing“ á Tiktok sem gefur stjórn á hversu lengi er hægt að nota forritið, getur bannað beinar skilaboðabeiðnir og takmarkað hverskonar efni er aðgengilegt

Foreldrastillingar fyrir Discord sem t.d. skima óvæntar skilaboðabeiðnir

Foreldrastillingar fyrir Instagram. Það er gegn notendastefnu Instagram og Facebook að notendur undir 13 ára megi hafa aðgang að slíkum miðlum og margvísleg rök fyrir því að börn undir þeim aldri eigi ekki að hafa slíkan aðgang en í slíkum tilfellum og hjá yngri notendum er sterklega mælt með að í allra minnsta lagi séu reikningarnir hafðir „private“ þannig að ókunnugir sjái ekki efni þeirra.

Foreldrastillingar og eyðslustillingar fyrir Playstation 4.

Foreldra og fjölskyldustillingar fyrir Xbox sem leyfa t.d. að takmarka notkunartíma og stórkostlega auka yfirsýn yfir notkun

Youtube Kids er hannað til að vera öruggari útgáfa af Youtube fyrir börn.

Fjölskyldustillingar fyrir Steam. Steam er stærsta leikjaveita í heiminum, ef barnið spilar leiki í gegnum PC tölvu eru góðar líkur á að það geri það í gegnum Steam.

Mesta öryggið er þó fólgið í trausti

Mikilvægt er að hafa í huga að þrátt fyrir að notkun á framangreindu verkfæri sé til staðar þýðir það ekki að barnið sé orðið skothelt á netinu. Lang besta forvörnin og heilbrigðasti ramminn utan um snjallnotkun barna þinna er samband byggt á trausti. Öll höfum við ýmis verkfæri til að styrkja slíkt samband, fyrsta skrefið þar er að setja orku og jákvætt viðmót í að skilja hvers vegna barnið þitt hefur svona mikinn áhuga á því sem það gerir við skjáinn. Hafðu í huga að barnið mun líklega einstrengislega sjá jákvæða þætti notkunnar sinnar og hafa takmarkaðan skilning gagnvart áhyggjum þínum. Þá getur skipt öllu að „skilja“ um hvað er verið að ræða og breikka sameiginlegan umræðugrundvöll.

Tryggvi Hjaltason

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
viðburðir
Sjóslys 16des1924 Teikning 10des2024
16. desember 2024
16:00
Dagskrá í Sagnheimum um sjóslysið við Eiðið fyrir 100 árum
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst