�?að var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í liðinni viku enda bæði Sjómannadagshelgi sem og kosningar til sveitastjórnar. Helgin fór hins vegar að mestu ágætlega fram og lítið um útköll á öldurhús bæjarins. Eitthvað var þó um að lögreglan þurfti að aðstoða borgarana sökum ölvunarásands þeirra.
Að morgni 27. maí sl. var lögreglu tilkynnt um að brotist hafi verið inn í húsnæði Póstsins v/ Strandveg, en þar fer fram endurnýjun á húsnæðinu. Stolið var verkfærum fyrir um kr. 300.000,- m.a. hitablásurum sem notaðir eru við dúklagningar sem og ýmsum handverkfærum. Talið er að farið hafi verið inn í húsnæðið aðfaranótt sama dags og hvetur lögreglan þá sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir við húsið þessa nótt að hafa samband við lögreglu. Allar upplýsingar er vel þegnar.
Í vikunni var tilkynnt um þjófnað á reiðhjóli sem var við Íþróttamiðstöðina. �?jófnaðurinn átti sér stað rétt fyrir miðnætti þann 8. maí sl. �?eir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver þarna var að verki eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
Af umferðarmálum er það helst að frétta að einn ökumaður fékk sekt fyrir akstur utan vega í Höfðavík. �?á liggur fyrir ein kæra vegna ólölgegrar lagningar ökutækis.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt í vikunni og var í báðum tilvikum um að ræða minniháttar óhapp og engin slys á fólki. Í öðru tilvikinu hafði reyndar sá sem olli óhappinu ekki fyrir því að tilkynna um atvikið en talið er að ekið hafi verið utan í umrædda bifreið þar sem henni hafði verið lagt á Hilmisgötu að kvöldi 28. maí sl. eða aðfaranótt 29. maí sl.
Lögreglan vill minna ökumenn á að nota stefnuljósin en þau eru til hægðarauka fyrir aðra í umferðinni og sjálfsögð kurteisi að nota þau.