Minnstu mátti muna að illa færi en aðeins 148 metrar voru á milli flutningaskipsins Arnarfells og farþegaferjunnar Herjólfs í ágúst síðastliðnum. Andvara- og samskiptaleysi stjórnenda Herjólfs er talin helsta ástæðan, samkvæmt rannsóknarnefnd samgönguslysa.
www.mbl.is
Atvikið átti sér stað 2. ágúst í fyrra en þá lagði Herjólfur úr höfn í Vestmannaeyjum klukkan 18.45 og var stefnan sett á Landeyjahöfn. Arnarfell var statt milli á milli Vestmannaeyja og lands á leið frá Færeyjum til Reykjavíkur. Í niðurstöðu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að vakthafandi skipstjórnarmenn hafi ekki vitað um hvorn annan fyrr en skipin komu í augsýn undan Elliðaey klukkan 18.54.
�??Herjólfur var með Arnarfell á stjórnborða og þurfti stjórnandi þess að beygja til stjórnborða til að forða árekstri þegar stutt var á milli skipanna,�?? segir í niðurstöðunni. Minnsta fjarlægðin á milli skipanna var 0,08 sjómílur eða um 148 metrar.
Samkvæmt yfirstýrimanni Arnarfells var fjarlægðin milli skipanna þegar þau komu í augsýn hvort við annað 0,95 sjómílur. �?á sáu menn að við óbreyttar forsendur yrði árekstur. Herjólfur hefði dregið úr ferð en það hefði haft lítil áhrif vegna þess að mjög stutt var á milli skipanna. Eins og áður sagði þurfti stjórnandi Arnarfells síðan að beygja til stjórnborða til að forða árekstri. Eftir atvikið var verklagi breytt um borð í Herjólfi í þá veru að koma veg fyrir að svona gerðist aftur.