�??Vertíðin var ein sú besta í áraraðir miðað við knappan tíma til að veiða kvótann,�?? segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. �??Skipin okkar fóru af stað strax að loknu verkfalli þann 19. febrúar og var ljóst í byrjun að það þyrfti margt að ganga upp til þess að kvótinn myndi veiðast. Veiðin byrjaði strax vel með góðri veiði útaf Hornafirði og voru skipin að fá stærri köst en nokkru sinni fyrr. Margir skipstjórar þakka því að ekkert hafði verið trollað í loðnunni meðan hún gekk sína hefðbundnu leið. Svona gekk vertíðin í raun allt til enda, eða þegar síðasta skipið landaði afla sem veiddur var út af Látrarbjargi þann 22. mars.�??
Samtals fiskuðu skip Ísfélagsins 38.736 tonn af loðnu og var Heimaey VE aflahæst íslenskra skipa á loðnuvertíðinni með 14.547 tonn. Álsey fiskaði 12.264 tonn og Sigurður 11.925 tonn. �??Einnig voru unnin tæp 8000 tonn af öðrum skipum, þannig að í heildina vorum við að vinna um 47.000 tonn af loðnu á þessari vertíð. Við frystum á Asíumarkað rúm 3.000 tonn af loðnu og svo voru framleidd ca.3.700 tonn af hrognum, sem er mesta magn sem framleitt hefur verið hjá félaginu. �?essi vertíð gefur okkur góðar væntingar um að loðnustofninn sé sterkur og hrakspárnar frá haustleiðöngrum Hafró áttu ekki við rök að styðjast. �?etta segir okkur einfaldlega að það þarf að kosta meiru til í hafrannsóknir ef við ætlum að ná meiri þekkingu á göngumynstri og stærð loðnustofnsins. Kannski er það óútreiknanlegt?�?? segir Eyþór að lokum.