Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Vestmannaeyjabæ af bótakröfu ekkju karlmanns, sem lést árið 2000 þegar bíll, sem maðurinn var farþegi í, fór fram af bryggjunni í Vestmannaeyjahöfn og lenti í sjónum. Ökumaður bílsins lést einnig í slysinu. Lögreglan taldi að slysið hefði orðið með þeim hætti, að hægra framhjól bílsins hefði farið út fyrir bryggjukantinn og bíllinn síðan oltið framaf. Slæmt skyggni var vegna snjókomu þegar slysið varð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst