Félagsmálaráðherra hefur ákveðið úthlutun á 250 milljónum króna til að koma til móts við þau sveitarfélög sem verða fyrir tekjumissi vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks. Fá Grindavík og Snæfellsbær mest í þetta skipti, rúmlega 35 milljónir króna hvort sveitarfélag. Vestmannaeyjabær fær 17.914.830 og Sveitarfélagið Ölfus 6.539.361. Mbl.is greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst