Nú liggur listi Vestmannaeyjalistans klár fyrir sveitastjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi. Páll Scheving Ingvarsson leiðir listann en Páll tók við sem oddviti listans á kjörtímabilinu. Athygli vekur að Jórunn Einarsdóttir, grunnskólakennari er í öðru sæti en Jórunn bauð sig fram í síðustu Alþingiskosningunum í Suðurkjördæmi fyrir Vinstri-Græna. Listann má sjá hér að neðan.