Vestmannaeyjar: niðurskurður/niðurlagning
8. nóvember, 2013
�?g hef í gegnum árin oft velt fyrir mér, hvort Vestmannaeyjar séu nú virkilega hagkvæmur kostur sem útgerðarstöð. Í fyrsta lagi eru Eyjarnar virk eldstöð og þar með hálfgerð tímasprengja. Fjárfestingar þarna eru í raun mikil áhættufjárfesting, t.d. fjárfestingar hins opinbera (skattpeningar okkar allra). Velta þarf fleiru fyrir sér, t.d. hvort þörf sé á lögreglustjóra (ég er að tala um yfirstjórnandanda), skattstofu og menntaskóla fyrir 4.200 manns, sérstaklega af því að við erum með skattstofu á Hellu og lögreglustjóra á Selfossi. �?arf flugvöll eða dugar þyrlupallur, þegar við erum með sjúkrahús á staðnum og annað við endann á flugbraut í höfuðstaðnu
Nú, ef Eyjamenn vilja flugvöll, þá borgi þeir bara fyrir hann með sínu útsvari eins og hvern annan leikhús- eða sinfóníulúxus. Síðan má velta því fyrir sér hvort Vestmannaeyjar þurfi sjúkrahús. Við erum jú með flott sjúkrahús í miðborg Reykjavíkur og flugvöll sem tekur við öllum alvarlega veikum annaðhvort með sjúkraflugi eða þyrlu. Síðan er það reksturinn á þessari rándýru ferju, sem fólk á bara að greiða að fullu fyrir og þarf engar niðurgreiðslur til. �?að er svo margt sem þarf virkilega að skoða, þegar nánar er að gáð í ríkisrekstri. Síðan er spurningi hvort rekstur Vestmannaeyja sem slíkur borgi sig rekstrarlega með aðeins 4.200 manns þarna úti í hafi og síðan öll þessi þjónusta. �?eir eru ekki einu sinni sér nógir varðandi rafmagn og kalt vatn! Væri ekki hægt að landa fiskinum í Grindavík og Höfn í Hornafirði?
En ég er sammála Elliða um eitt að yfirbyggingin á íslensku menningarlífi er alltof mikil. Í �?ýskalandi, þar sem ég vann í leikhúsi í 10 ár, var aðeins einn Intendant (leikhússtjóri) í hverri borg, sem var yfirmaður hljómsveitar, leikhúss og óperu. Smíða- og búningaverkstæði, lýsing o.s.frv. voru samnýtt hjá öllum þremur stofnunum og síðan öll önnur þjónusta við hljómsveit og leikhús eins og hægt var. �?arna mætti spara tugi milljóna án þess að gæðum sé fórnar. Síðan er ég sammála Elliða að taka landbúnaðarkerfið í gegn, en bændur fá núna 50% launa frá ríkinu og eru því á 1/2 �??listamannalaunum�?� en þarna myndu 6-8 milljarðar sparast. Með því loka einhverju í Eyjum og minnka niðurgreiðslur til bænda og Vestmannaeyja gætum við átt peninga í rannsóknir og aukna menningarstarfsemi. Mér finnst alveg nógu að skattgreiðendur greiði helming af launum bænda. Síðan þyrfti auðvitað meiri samkeppni með lækkunum og að hluta til afnámi tolla á landbúnaðarafurðir. Ef Ísland er svona frábært landbúnaðarland, þá eiga íslenskir bændur að keppa við önnur lönd.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst