Helgina 24. – 26. júní heldur sveitafélagið Garður sína árlegu sólseturshátíð. Að þessu sinni bauð Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri Vestmannaeyjum að vera gestasveitafélag. Vestmannaeyjabær kemur að flutningi á tónlistarfólki, en valinn hópur tónlistarmanna frá Eyjum ætlar að troða upp í Garðinum. Stærsti hluti þess tónlistarfólks, sem troðið hefur upp á Eyjakvöldunum á kaffi Kró sl. vetur er nú á leið í Garðinn.