Við áramót
1. janúar, 2015
Við áramót lítur fólk gjarnan yfir liðið ár, minnist liðinna atburða. Hvernig var árið, hvað ber nýja árið í skauti sér. – Allt hefur sinn tíma, – upphaf og endi.
�?g hóf störf á Fréttum sem nú heita Eyjafréttir, árið 1982. �?g hafði lært prentiðin strax og ég kom úr Gagnfræðaskóla, en hætti fljótlega eftir sveinsprófið og fór að læra trésmíði, sem ég síðan starfaði við allt til þess tíma að ég réð mig til Frétta. Forveri minn og fyrsti ritstjóri blaðsins, Guðlaugur Sigurðsson var að flytja til Reykjavíkur og því vantaði einhvern til að taka við af honum. Framboð á prenturum var ekki mikið í Eyjum svo leitað var til mín, og ég sló til. Frá þeim tíma sem ég hafði lært prentiðnina hafði margt breyst og fagið orðið allt annað en það sem ég lærði. �?g þurfti því að læra margt uppá nýtt. Starfinu fylgdi líka að verða ritstjóri Frétta.
Í þessi 32 ár sem ég hef starfað hjá fyrirtækinu hefur gengið á ýmsu, verið góðir tímar og erfiðir tímar. Stundum við að gefast upp, í annan tíma allt í lukkunnar velstandi eins og gengur. Að hafa fengið að starfa með mönnum eins og �?mari Garðarssyni, en við höfum starfað saman í 28 ár, hefur verið gefandi og ánægjulegt. �?g held ég geti sagt með sanni að við höfum aldrei rifist eða orðið ósáttir þótt skoðanir okkar séu oft ólíkar. Saman höfum við staðið að útgáfu Frétta í blíðu og stríðu þennan tíma ásamt öðru starfsfólki, sem við höfum alla tíð verið mjög heppnir með. �?g minnist þeirra marga, og suma hef ég eignast að vinum til lífstíðar. Allt þetta fólk hefur reynst frábærlega vel eins og blaðið hefur borið merki um. Arnar Sigurmundsson, sem verið hefur í stjórn fyrirtækisins alla tíð, hefur reynst mér einstaklega vel og nú hin síðari ár menn eins og Jón �?lafsson, Sæþór vídó, Sigurgeir Jónsson og Júlíus Ingason sem hafa verið samstarfsmenn mínir á annan tug ára, og sumir í tugi ára. – �?eir eiga allir stað í hjarta mínu. Ásamt fjölda annarra sem ég hef deilt gleði og sorgum með á þessum árum.
Nú er hinsvegar að koma að tímamótum, ég hef prentað mitt síðasta blað af Eyjafréttum, nú flyst prentunin í annarra hendur. �?g mun láta af störfum hjá Eyjafréttum í janúar. �?að verður mikil breyting hjá mér eftir langt og krefjandi starf. En maður kemur alltaf í manns stað og ég vona að Eyjafréttir eigi eftir vaxa og dafna í framtíðinni, kannski með nýjum formerkjum og breytingum á fjölmiðlun.
�?g þakka dyggum lesendahópi Eyjafrétta samfylgdina og tryggðina í gegnum árin. Einnig auglýsendum og öðrum viðskiptavinum mínum. �?að hafa verið forréttindi að fá kynnast þeim fjölda fólks sem ég í gegnum árin hef átt samskipti við og að fá að starfa við þennan Eyjafjölmiðil sem hefur verið svo sterkur þáttur í bæjarlífinu.
Gísli Valtýsson
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst