Við munum tryggja að samgöngur verði með þeim hætti sem þær þurfa að vera
29. mars, 2019
Guðbjartur Ellert Jónsson. Mynd: vb.is/Haraldur Guðjónsson
Guðbjartur Ellert Jónsson

Frá og með miðnætti í kvöld mun rekstrarfélagið Herjólfur ohf. taka við sjósamgöngum okkar Vestmannaeyinga. Upphaflegt plan var að sigla nýju skipi í Landeyjarhöfn með fyrstu ferð í fyrramálið klukkan sjö, en eins og staðan er siglir gamli Herjólfur til Þorlákshafnar í fyrramálið.

Blaðamaður Eyjafrétta hitti á Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastóri Herjólfs ohf. í dag og sagði hann að þau væru tilbúin að taka reksturinn yfir, en það væri alveg ljóst að það yrðu einhverjir hnökrar til að byrja með. „Rekstrafélagið er að fara af stað og er fyrsta ferð sjö í fyrramálið. Undirbúningur félagsins hefur ávallt miðast við að sigla nýrri ferju í skiplagðar siglingar í Landeyjarhöfn. Við höfum því þurft að gera tölverðar breytingar frá upphaflegri áætlun en við erum hvorki með nýja ferjun né höfum við staðfestingu á að Landeyjarhöfn verði opin þegar starfsemi okkar hefst. Verkefni síðustu vikur og daga er yfirfærslan en hún er bæði tæknileg og flókin.“ sagði Guðbjartur.

Landeyjarhöfn á ábyrgð Vegagerðarinnar
Eins og allir vita varð breyting á afhendingu nýja skipsins ekki fyrir svo löngu síðan, „við erum ekki komin með skipið sem við ætluðum að hefja siglingar okkar á og erum heldur ekki að fara sigla í höfnina sem við ætluðum að sigla til, þannig áætlanir hafa núna tekið mið af því. Þetta hefur kostað töluvert mikla auka vinnu og öðruvísi undirbúning þegar forsendur breytast svona. En markmiðin okkar eru samt sem áður mjög skýr, við ætlum okkur að sigla sjö ferðir milli lands og Eyja og okkar fyrsta höfn er Landeyjarhöfn, en hún er á ábyrgð Vegagerðarinnar og þeir hafa ekki opnað höfnina,“ sagði Guðbjartur.

Mynd: Vegagerðin

Þurfum að sýna þolinmæði
Í dag opnar ný heimasíða Herjólfs með nýju bókunarkerfi og einnig facebook síða þar sem öllum upplýsingum verður miðlað áfram. „Það er mjög mikilvægt að upplýsinga streymið sé mjög gott. Nú er unnið að því að öll þessi tæknimál verði í góðum farvegi og einnig er verið að klára að tengja allt saman. Þetta er mikið umrót að breyta svona kerfi eins og bókunarkerfinu því framan af var öll vinna og skipulag í kringum nýju ferjuna. Staðreyndin er sú að það munu koma hnökrar og við munum þurfa að sýna þolinmæði,“ sagði Guðbjartur

Hægt og rólega verður farið í aðrar breytingar
Þegar ljóst var að nýja skipið yrði ekki afhent á réttum tíma varð að gera breytingar á bókunarkerfi Herjólfs ohf. á mjög stuttum tíma „við höfum verið að vinna að því, án þess að eyða of miklum fjármunum í það að aðlaga nýtt bókunarkerfi að breyttum aðstæðum, s.s. gamla Herjólfi og mun það vonandi aðlagast vel. Í framhaldinu munum við svo fara hægt og rólega í aðrar breytingar. Mér finnst persónulega tilgangslaust að vera klippa niður tré fyrir miða sem hent er í ruslið tíu mínútum eftir að það kemur út úr prentaranum. Ég vill komast hjá þessum miðum, en þetta tekur allt tíma en þegar við verðum kominn með app verður þetta allt saman auðveldara,“ sagði Guðbjartur.

Fara sjö ferðir á dag
„Til að skipið sigli yfir, þarf olíu og mannskap og það höfum við og við munum tryggja að samgöngur verði með þeim hætti sem þær þurfa að vera. Við hefðum óneitanlega þegið það að Landeyjarhöfn væri opinn, en hún er á ábyrgð Vegagerðarinnar og það hefur verið barningur að klára þar til þess að hún opni. En rekstarforsendur okkar með nýju ferjunni er að okkar fyrsta höfn sé opin og ábyrgðaraðilar verða að tryggja það. Við munum reyna fram í það ítrasta að sigla alltaf í Landeyjarhöfn, enda er það megin inntakið í félaginu að tryggja samgöngur, fara sjö ferðir á dag og hafa það fyrirkomulag viðvarandi eins lengi og unnt er,“ sagði Guðbjartur.

Reynsluboltar og nýtt fólk
Á morgun mun nýtt fólk hefja störf við Herjólf ohf. og sagði Guðbjartur að það væri mikið af reynsluboltum í bland með nýju fólki. „Það verða einhverjar áherslubreytingar í okkar umhverfi en leyfum nýju fólki og nýjum kerfum okkar að fá smá brautargengi áður enn við förum í meiri breytingar.“

Mikið undir
Aðspurður um stress, sagði Guðbjartur að hann væri að ljúga ef hann mundi ekki segja já við þeirri spurning. „Það er mikið undir, allskonar tæknimál þurfa ganga upp. Ég veit að það verða hnökrar og það verða vandamál, en þau eru til að leysa og við munum leysa þau. Enda erum við með mikið af flottu fólki með okkur í liði. Við sem samfélag þurfum að gefa þessu tíma og sína verkefninu þolinmæði og halda fókus á því sem skiptir máli.“

Í lokin vildi Guðbjartur þakka Eimskip og þeirra starfsfólki fyrir þann tíma sem þeir hafa sinnt þessu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst