Hvítasunnuhelgin er ein af stóru ferðahelgum sumarsins og því hafa margir furðað sig á því síðustu daga að Herjólfur muni aðeins sigla þrjár ferðir á Hvítasunnudag. Gunnlaugur Grettisson forstöðumaður Herjólfs sagði í samtali við Eyjafréttir að samkvæmt verksamning sem þeir eru með við Vegagerðina beri þeim aðeins að sigla tvær ferðir á Hvítasunnudag.
,,Í ár erum við að sigla þrjár ferðir. Í fyrra var ófært til Landeyjahafnar á Hvítasunnudag og því siglt til �?orlákshafnar og þá aðeins ein ferð eins og samningurinn gerir ráð fyrir. Árið 2014 voru sigldar tvær ferðir til Landeyjahafnar samkvæmt þáverandi áætlun. Við höfum fengið góð viðbrögð frá Vegagerðinni með að bæta inn ferðum og erum í ár að sigla 40 aukaferðir í �??reglulegri�?? áætlun á tímabilinu 1.6.-30.8. skv. sérstökum samningi sem Eimskip og Vegagerðin gerðu og taka þátt í jafnt. �?að hefur þó ekki fengið sérstaka athygli en það er bara þannig. Auk þess sem við siglum aukaferðir í tengslum við �?jóðhátíð, íþróttamót ofl. s.s. í dag, morgun og hinn vegna malbikunarverkefnsins sem er í gangi í Eyjum nú. Við verðum að velja vel hvar aukaferðir eru settar inn til þess að það nýtist farþegum okkar sem best því það kostar töluvert að sigla svo Herjólfi eina ferð. Eins og áður segir erum við nú að sigla fleiri ferðir en áður en líklega aldrei nóg þegar einhver vill komast með einhverri ferð sem fullt er í eða ferð ekki sigld. �?að skiljum við vel. Nú ber svo við að megin ferðadagar þessa helgi eru föstudagur og mánudagur og þar er ágætlega bókað en þó nóg laust. Báða þá daga eru sigldar fimm ferðir milli lands og Eyja auk þess sem við siglum fjórar ferðir á laugardeginum.
�?ennan umrædda sunnudag eru laus rétt tæplega 800 sæti til Eyja og þar af rúmlega 200 sæti í fyrstu ferðina, þar sem mest er bókað og laust fyrir að mér sýnist rúmlega 20 bíla. Frá Eyjum eru einnig laus um 800 sæti og þar af 140 sæti fyrir farþega í síðustu ferð dagsins sem er þá 17:00 en reyndar að verða fullt fyrir bíla. Við settum þessa tímasetningu inn til að reyna að passa samræmi við fermingar sem eru í Eyjum þennan dag og eru kl 11:00.”