�??Keppnistreyjan kom til landsins sama dag og landsliðstreyjan þannig við gátum ekki farið að stela þrumunni, við hefðum líklega orðið undir í þeirri keppni,�?? segir Gunnar Helgason, rithöfundur, um Fálkatreyjuna sem hann klæddist í tilefni þess að fjölskyldu- og íþróttakvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum verður frumsýnd næstkomandi fimmtudag. Enn hann var í viðtali á K100 í gær, hægt er að hlusta á það
hérna.
Heilmikil vinna er að baki kvikmyndinni en tíu ár eru liðin frá því að Gunnar byrjaði að skrifa bókina sem kvikmyndin er byggð á. �??�?etta byrjaði sem hugmynd að bók fyrir drengi sem eru hættir að lesa, ég á svona vandamál heima hjá mér, þannig að ég skrifaði fótboltabók til að halda drengjunum mínum að lestri,” segir Gunnar um bókina Víti í Vestmannaeyjum sem kom út árið 2011. �??Nú er þetta bara orðið bíó, þetta er alveg klikkað. Og þetta er ekkert smá bíó, Bragi �?ór Hinriksson leikstýrir þessu og við vorum sammála um það að þetta yrði að vera á stórmyndaskala,” segir hann og bætir við að efnistökin séu þannig að viðkvæmir ættu að taka vasaklútana með. �??Myndin er um vináttu og hvað það er að vera alvöru manneskja, það er það sem myndin er um í raun og veru, fótboltinn er bara bíllinn sem við notum á leiðinni.�??
Nýtt tölublað af Eyjafréttum kemur út á morgun og þar er viðtal við eyjapæjuna Ísey Heiðarsdóttir en hún er ein af aðalleikurum myndarinnar.