Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu á þjálfara knattspyrnuliðs ÍBV en samningur Heimis Hallgrímssonar, sem hefur stýrt Eyjamönnum síðustu ár, rann út eftir sumarið. Heimir er í fríi erlendis en Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar segir að viðræður standi yfir við Heimi. „Við sendum Heimi út með samning í fararteskinu sem hann er að skoða,“ sagði Óskar.