Vinnslustöðin hf. (VSV) skilaði 7,2 milljóna evra hagnaði eftir skatta á árinu 2014, jafnvirði 1.140 milljóna króna. Á árinu 2013 nam hagnaður félagsins 11,5 milljónum evra.
�?etta kom fram á aðalfundi VSV í Vestmannaeyjum í gær. Stjórnarformaðurinn, Guðmundur �?rn Gunnarsson, sagði í skýrslu stjórnarinnar að í ljósi loðnubrests í fyrra yrði að segjast að afkoma félagsins hafi verið �??vel viðunandi�??.
Nýr togari er í smíðum í Kína, Breki VE, og gert ráð fyrir að hann verði afhentur vorið 2016. �?á hefur VSV keypt tvö skip af HB Granda, Ingunni AK og Faxa RE, sem nefnd verða Ísleifur VE og Kap VE. Með í kaupum fylgdu aflaheimildir í loðnu sem svarar til 0,7% af heildarkvótanum. Hlutdeild VSV í heildarkvóta loðnu er þar með komin í um 11%.
�??Allar þessar ráðstafanir efla félagið og treysta stoðir þess. �?ær sýna líka að hér ríkir hreint engin kyrrstaða, heldur góður stígandi í uppbyggingunni í anda málsháttarins góða �??sígandi lukka er best!�?? sagði stjórnarformaðurinn.
Á aðalfundinum kom ennfremur fram að hafnar eru framkvæmdir við tvo hráefnisgeyma á athafnasvæði VSV og fljótlega verður boðin út stækkun frystigeymslu félagsins á Eiði. Ný mjölgeymsla er á teikniborðinu og nýtt uppsjávarfrystihús sömuleiðis.
�??Tæknilegar viðskiptahindranir�?? rússneskra stjórnvalda gagnvart íslenskum fyrirtækjum hafa leitt til þess að útflutningur til Rússlands hefur í reynd stöðvast. VSV bregst við meðal því meðal annars að stækka og þétta sölunet sitt í öðrum álfum, einkum í Japan, Kína og Bandaríkjunum.
Vinnslustöðin greiðir 519 milljónir króna í veiðigjöld til ríkisins á yfirstandandi fiskveiðiári og áætlar að greiða 865 milljónir króna vegna næsta fiskveiðiárs.
Til fróðleiks má nefna að félagið greiddi 192 milljónir króna í veiðigjöld vegna fiskveiðiársins 2011/2012. Síðan þá hafa þau margfaldast.
VSV höfðaði mál gegn ríkinu vegna sérstaka veiðigjaldsins, sem félagið telur að brjóti gegn stjórnarskránni. Málflutningur verður að líkindum í september 2015.
VSV höfðaði annað mál gegn ríkinu á grundvelli álits frá Umboðsmanni Alþingis. �?að mál var þingfest núna í apríl og bíður greinargerðar ríkisins. �?ar lætur félagið reyna á skaðabótaskyldu vegna þess að þáverandi sjávarútvegsráðherra sniðgekk lög við úthlutun aflaheimilda í makríl, að áliti Umboðsmanns Alþingis.
Íris Róbertsdóttir kennari var kjörin í aðalstjórn VSV í stað Páleyjar Borgþórsdóttur. Íris var áður varamaður stjórnar. Endurkjörin voru í aðalstjórn Guðmundur �?rn Gunnarsson, Einar �?ór Sverrisson, Guðmundur Kristjánsson og Rut Haraldsdóttir. Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir var kjörin ný í varastjórn og Eyjólfur Guðjónsson endurkjörinn í varastjórn.
Samþykkt var á aðalfundinum að greiða hluthöfum, 247 talsins, alls 8 milljónir evra í arð, jafnvirði tæplega 1.200 milljóna króna.