Viðurkenningahátíð Íþróttabandalagsins í Höllinni á morgun
14. janúar, 2015
Viðurkenningahátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja fer fram Höllinni í Löngulág morgun, fimmtudag 15. janúar. �?ar verður íþróttafólk hvers aðildarfélags bandalagsins tilkynnt, allt landsliðsfólk Eyjanna fær viðurkenningu frá Vestmannaeyjabæ en 20 Vestmannaeyingar léku með landsliðum Íslands á síðasta ári. �?á verður íþróttaáhugafólk sæmt heiðursmerkjum Íþróttabandalagsins fyrir langt og mikið starf fyrir íþróttahreyfinguna. Og síðast en ekki síst verður tilkynnt um val á Íþróttamanni æskunnar og Íþróttamanni Vestmannaeyja 2014. �?llum er heimill aðgangur að hátíðinni sem hefst kl. 20.00. �?skað er eftir því að gestir sýni hátíðinni þá virðingu að mæta snyrtilega klætt.
Myndin sem fylgir er af gestum á Viðurkenningahátíðinni í fyrra sem haldin var í Íþróttahúsinu en að þessu sinni verður hún í Höllinni í Löngulág.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst