Lundavarp í Vestmannaeyjum er um mánuði síðar á ferðinni nú en í hefðbundu árferði. Varpinu er lokið í sumar og er talið að einungis um helmingur varpstofnsins hafi orpið, að sögn Erps Snæs Hansen, sviðsstjóra vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands. Varphlutfallið er breytilegt milli staða en Erpur telur meðaltalið liggi nálægt 50% nú. Sambærilegt varphlutfall í fyrra var 62%.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst