Viðvaranir í flestum landshlutum
Skjáskot/vedur.is

Veðurstofan hefur gefið úr appelsínugular viðvaranir vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum og á Strandum og norðurlandi vestra. Þá hafa verið gefnar út gular viðvaranir á eftirtöldum stöðum: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austfirðir, Suðausturland og Strandir og norðurland vestra.

Asahláka í Suðurlandi

Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 8. des. kl. 16:00 og gildir hún til 9. des. kl. 10:00. Í viðvörunarorðum segir: Talsverð eða mikil rigning og ört hækkandi hitastig. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðvestan hvassviðri eða stormur og talsverð rigning, en dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn, 8-15 og dálítil slydduél seinnipartinn. Úrkomulítið norðaustantil. Kólnar smám saman.

Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 og stöku él. Hiti 0 til 5 stig. Gengur í austan og suðaustan 10-18 síðdegis með slyddu og síðar rigningu og hlýnar.

Á miðvikudag:
Sunnan 8-15 og rigning, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Snýst í norðanátt, fyrst vestantil. Snjókoma um landið norðvestanvert, annars úrkomulítið. Frystir víðast hvar.

Á föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með éljum fyrir norðan, en bjart með köflum sunnan heiða. Frost 1 til 7 stig.
Spá gerð: 07.12.2024 08:12. Gildir til: 14.12.2024 12:00.

Nánar um veðrið.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.