Veðurstofan hefur gefið úr appelsínugular viðvaranir vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum og á Strandum og norðurlandi vestra. Þá hafa verið gefnar út gular viðvaranir á eftirtöldum stöðum: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austfirðir, Suðausturland og Strandir og norðurland vestra.
Á mánudag:
Suðvestan hvassviðri eða stormur og talsverð rigning, en dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn, 8-15 og dálítil slydduél seinnipartinn. Úrkomulítið norðaustantil. Kólnar smám saman.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 og stöku él. Hiti 0 til 5 stig. Gengur í austan og suðaustan 10-18 síðdegis með slyddu og síðar rigningu og hlýnar.
Á miðvikudag:
Sunnan 8-15 og rigning, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Snýst í norðanátt, fyrst vestantil. Snjókoma um landið norðvestanvert, annars úrkomulítið. Frystir víðast hvar.
Á föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með éljum fyrir norðan, en bjart með köflum sunnan heiða. Frost 1 til 7 stig.
Spá gerð: 07.12.2024 08:12. Gildir til: 14.12.2024 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst