Veðurstofan hefur uppfært viðvaranir sínar fyrir næstu daga. Nú er komin appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði.
Á Suðurlandi tekur appelsínugul viðvörun gildi kl. 20:00 á aðfangadagskvöld og er hún í gildi til kl. 17:00 á jóladag. Í viðvörunarorðum segir: Suðvestan 15-25 m/s og dimm él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, hvassast í éljahryðjum. Varasamt ferðaveður.
Klukkan 17.00 á jóladag tekur svo gildi gul viðvörun á Suðurlandi og gildir hún til miðnættis.
Þessu tengt: Ábending frá Herjólfi – Eyjafréttir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst