Vilja að bærinn nýti öll sín leikskólapláss
6. mars, 2015
Nokkurar óánægju gætir með leikskólapláss meðal margra foreldra með ung börn. Ein af þeim er Aníta Ársælsdóttir. Hún segir að þar sem að fyrsta úthlutun á leikskólaplássum sé komin í höfn sjái hún fram á að haustið verði hrein hörmung fyrir þá foreldra, sem ætla út á vinnumarkaðinn. �??�?að eru einungis um 6 börn af 2014 árganginum, sem hafa fengið loforð um leikskólapláss. Svo stefnir í að aðeins ein dagmamma verði til starfa eftir sumarlokanir.” Hún segist ekki trúa því að Vestmannaeyjabær vilji heldur hafa allar þessa foreldra heima og skila þar af leiðandi engu í bæjarkassann.
Hún segir að Vestmanneyjabær sé alveg að standa sig með loforð sín að öll 18 mánaða gömul börn frá og með 1. september fái inngöngu í haust. �??�?að sem við erum að kvarta yfir er þessi einstaklega stranga lína, sem þeir leggja alltaf upp með þ.e. 18 mánaða frá 1. september. �?að sem við viljum frá bænum er einfaldlega fleiri leikskólapláss svo bærinn geti stoltur sagt að sem flest 18 mánaða börn fái inngöngu í leikskólana í vetur. �?nnur daggæsluúrræði eru hreinlega ekki í boði, fyrir utan eina dagmömmu og við foreldrar sem eigum börn sem verða 18 mánaða í september eða október erum hreinlega ráðþrota í þessari stöðu, þar sem ekki finnst einusinni dagmamma til að sinna börnunum.”
Aníta segir að búið sé að vera með lappalausnir á pössun fyrir börnin nú þegar í 6 mánuði �??en við höldum þetta ekki út í 10 mánuði í viðbót! �?etta þýðir náttúrulega það að við erum ekki að komast með börnin okkar á leikskóla fyrr en 27 eða 28 mánaða, sem er alls ekki ásættanlegt, og tala ég af tvöfaldri reynslu. �?að sem við viljum er að Vestmannaeyjabær sjái til þess að við foreldrar fáum að nýta okkur þau leikskólapláss sem í boði eru, því Sóli segist vera með allt að 10 laus leikskólapláss sem bærinn neitar að borga með.”
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst