Þrátt fyrir að hreinsunarstarf í Vestmannaeyjum hafi gengið vel eftir öskufallið, er enn mikið af ösku víðs vegar um bæinn. Meðal annars liggur talsvert af ösku á götum bæjarins og þyrlast askan upp þegar bílarnir keyra um göturnar með tilheyrandi óþægindum fyrir gangandi vegfarendur. Póstberar höfðu samband og vildu beina þeim tilmælum til ökumanna að aka hægar um göturnar.