Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að fela samgönguráðherra að láta nú þegar gera úttekt á öryggisbúnaði Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Herjólfur sé kominn til ára sinna og dráttur hafi orðið á byggingu nýs skips í hans stað og því sé ástæða nú til að fara í slíka úttekt.