Í lok síðustu viku snaraðist stór og stæðilegur maður með bros á vör inn á ritstjórn Eyjafrétta og sagðist vilja koma af stað kraftlyftingum í Vestmannaeyjum. Var hann mættur til spyrja hvað hann gæti gert og svarið var, hvort hann væri ekki tilbúinn í smáspjall um þessa hugmynd sína. Hann var meira en til í það og fyrsta skrefið sagði hann vera að kanna hvort einhver áhugi væri á kraftlyftingum í Vestmannaeyjum.