Í dag mánudaginn 12. september og tvo næstu mánudaga, 19. og 26. september verða opnir kynningarfundir hjá Vinum í bata og hefjast þeir kl. 18:30 í safnaðarheimili Landakirkju. Að þeim loknum verða lokaðir fundir með byrjendahóp á þessum tíma. Að taka þátt í 12 spora starfi er góð leið til að takast á við tilfinningar af einlægni. Hentar vel til einfaldrar tiltektar í lífi og starfi og allt upp í það að takast á við þung áföll. Fyllsta trúnaðar er gætt og eru allir velkomnir.
Framhaldshópur starfsins er svo á hefðbundum tíma kl. 20:00 á mánudagskvöldum og er fyrsta samvera þeirra í kvöld.
Nánar á www.viniribata.is