Í Viðskiptablaðinu er greint frá því að Vinnslustöðin hafi hagnast um 13,7 milljónir evra, eða um tæpa 2,3 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og skatta á árinu 2010. Það er tvöfallt meiri hagnaður en árið á undan. Hagnaður eftir fjármagnsliði og skatta nam 4,4 milljónir evra, eða 735 milljónum króna. Lagt er til að greiða arð upp á rúmlega þrjá milljónir evra eða rúmlega 513 milljónir króna.