VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna skorar á stjórnvöld að koma til móts við þá sjómenn sem verða fyrir tekjuskerðingu vegna nýlegra stjórnvaldsaðgerða. Stórfelldur niðurskurður á veiðiheimildum þorsks og loðnu lækkar tekjur sjómanna verulega og kemur illa niður á þeim sjómönnum sem veitt hafa þessar tegundir undanfarin ár. Niðurskurðurinn kippir fjárhagslegum grunni undan sjómönnum og fjölskyldum þeirra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst