Vonandi fáum við fullt af peningum og kellingum
25. apríl, 2007

Hljómsveitina skipa þeir Bjarni �?var Árnason, Hörður Vídalín Magnússon, Guðmundur Geir Jónsson, �?lafur Jóhann Bragason og Magnús Einarsson. Kolbeinn Karl Kristinsson blaðamaður hitti strákana á Kaffi Krús og spjallaði við þá um daginn og veginn.

Hvernig og hvenær var sveitin stofnuð?
�?Hljómsveitin var stofnuð hérna á Selfossi fyrir tæpum tveimur árum. Við vorum samt ekki allir í sveitinni þá. �?lafur var ekki í byrjun en kom svo inn þegar við byrjuðum að spila með kórnum. Hann hafði verið að syngja einsöng með kórnum og við höfðum verið að leita okkur að söngvara. Á endanum varð hann svo fyrir valinu. �?að má því segja að hljómsveitin hafi myndast í kringum kórinn.�?

Já þið voruð líka að spila eitthvað með kórnum er það ekki?
�?Jú, við höfum verið að spila með þeim. Við héldum tónleika með þeim núna á sumardaginn fyrsta og svo er reyndar stefnt að því að fara með kórnum til Danmerkur næsta haust og munum þá spila með þeim.�?

Hvað eruð þið að bralla þessa dagana?
�?Við erum bara aðallega í upptökum. Erum að taka upp nokkur demó. Við erum ekki að taka upp plötu þessa stundina en það er samt stefnan í framtíðinni. Við eigum nóg af lögum.�?

Eruð þið eitthvað að túra?
�?Nei, ekki þessa stundina. Við erum samt líklega að fara að spila eitthvað í Vestmannaeyjum bráðlega með hljómsveitinni sem var gestahljómsveit á keppninni Allra veðra von en erum við bara að taka upp einbeita að okkur að lagagerðinni.�?

Nú unnuð þið keppnina Allra veðra von, hvað hefur það gert fyrir ykkur?
�?Til að byrja með erum við að fara í þáttinn Rokkland á Rás 2. Við munum taka upp lög sérstaklega fyrir þáttinn í stúdíóinu hjá R�?V og vera svo í viðtali hjá þeim á milli laganna.�?

Nánar í Sunnlenska.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst