�?eir Árni �?orleifsson, Jóhann Helgi Gíslason, �?lafur Freyr �?lafsson og �?var �?rn Kristinsson hafa undanfarnar þrjár �?jóðhátíðir lagt mikið kapp á búningakeppnina en hópurinn hefur einmitt staðið uppi sem sigurvegari öll árin þrjú. Fyrst sem Jókerinn árið 2015, ári seinna sem Jesú Kristur og í ár sem Wasabi Indíánar. Blaðamaður ræddi við �?laf Frey eftir �?jóðhátíð og fékk að fræðast aðeins um áhuga hópsins á búningakeppninni.
Hvernig kom það til að vera Wasabi Indíánar? �??Við fengum semsagt skilaboð frá sendiboða í kríu-líki. Sem var á þá leið að of lengi hefði hinn hvíti maður nýtt þennan fallega dal undir þjóðhátíð án þess að frumbyggjarnir fengju rönd við reist. Eftir að krían hafði ljáð okkur þessi orð í eyra féll hún í trans. �?annig lá hún allt sumarið þangað til á laugardaginn síðast liðinn þegar sigurinn var í höfn. �?á rankaði hún við sér og flaug upp í himinhvolfin til forfeðra sinna,�?? segir �?lafur Freyr þessa upplifun hópsins.
Aðspurður út í kostnað og annað slíkt segir �?lafur hann ekki skipta máli í stóra samhenginu. Kostnaðurinn er óverulegur ef miðað er við ábatann og stemminguna sem hlýst af búningunum, en skemmst er frá því að segja að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Jókerinn steig á stokk, við erum t.a.m. allir í sambandi í dag. Hvort það sé tilkomið vegna búninganna eður ei verða aðrir að segja til um en ég.�??
Búningagyðjan er farin að láta á sér kræla
Voru �?jóðhátíðargestir í ár áhugasamir um búningana? �??�?jóðhátíðargestir voru langflestir áhugasamir um búningana. Ef frá er talinn ein stúlkukind. Blygðunarkennd hennar, að hennar sögn, er særð um ókomin ár vegna okkar fjórmenningana og Kínverjans knáa sem birtist á sunnudaginn með heimaræktuð hrísgrjón og seið lífsins,�?? segir �?lafur og bætir við að ekki sé búið að ákveða búningana fyrir næstu �?jóðhátíð. �??Við erum með þetta á bakvið eyrað allt árið og erum vanalega klárir hvað þarf að gera og græja í byrjun sumars. Búningagyðjan á enn eftir að heimsækja okkur, þó hún sé örlítið farin að láta á sér kræla.�??
Nú hafið þið unnið þrisvar í röð. Er ekki bara réttast að skora á fólk til að veita ykkur samkeppni á næsta ári? �??�?að þarf engan Milton Friedman til að sjá að samkeppni er alltaf góð, þannig að sjálfsögðu hvetjum við fólk til að rífa sig í gang. Annars vildi ég henda í shout out á nokkrar ósungnar hetjur sem munu að öllum líkindum aldrei lesa þetta. En það eru fjórir utanbæjarpeyjar sem mæta ár eftir ár í kraftgalla með heiðarlegt möllet og glæða brekkuna lífi,�?? segir �?lafur Freyr að endingu.