Yfir 30 mál sem hann er tal­inn eiga aðild að

Lands­rétt­ur staðfesti í dag gæslu­v­arðhalds­úrsk­urð Héraðsdóms Suður­lands yfir karl­manni sem ákærður var fyr­ir lík­ams­árás í Vest­manna­eyj­um síðastliðinn fimmtu­dag. Mann­inn, sem var hand­tek­inn vegna fjölda af­brota, meðal ann­ars lík­ams­árás­ir, hót­an­ir og skemmd­ir á lög­reglu­bíl, fundu lög­reglu­menn í fel­um á háa­loft­inu heima hjá móður hans. Hann hefur nú verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 12. apríl, enda orðið upp­vís að níu lík­ams­árás­um og er 22 mál­um, sem hann er tal­inn eiga aðild að, enn ólokið í rétt­ar­vörslu­kerf­inu.

Þann 14. var lög­regla kölluð að heim­ili manns í Eyj­um vegna þess að áður­nefnd­ur brotamaður var að ráðast á hús­ráðanda. Var hann með hníf og lýsti hús­ráðandi aðdrag­anda árás­ar­inn­ar þannig að maður­inn hafi komið til hans og æst sig upp vegna sverðs sem hann hafi átt hjá hús­ráðanda, en sem lög­regla hafði hald­lagt. Kýldi maður­inn bæði og sparkaði í hús­ráðanda að því er fram kem­ur í úr­sk­urði héraðsdóms. Lög­regla lagði hald á hníf­inn sem maður­inn var með, en þegar lög­regla kom út aft­ur var búið að skera á alla hjól­b­arða lög­reglu­bíls­ins sem fyr­ir vikið var óöku­fær, segir í frétt á mbl.is

Lög­regl­an fann svo árás­ar­mann­inn heima hjá móður hans, en þar hafði hann falið sig uppi á háa­lofti. Var hann í ann­ar­legu ástandi er hann var hand­tek­inn, barðist um, hrækti á lög­reglu­menn og hótaði þeim og fjöl­skyld­um þeirra líf­láti. Maður­inn var því næst færður í fanga­klefa, en þangað inn hafði hon­um tek­ist að hafa með sér kveikjara og kveikti hann í teppi í klef­an­um. Lög­reglu­menn urðu fljótt var­ir við eld­inn og slökktu. Leitað var þá á mann­in­um á ný og fannst þá vasa­hníf­ur í innri buxna­vasa hans. Vegna ástands manns­ins var hins veg­ar ekki unnt að yf­ir­heyra hann fyrr en dag­inn eft­ir.

Er það mat lög­regl­unn­ar í Vest­manna­eyj­um að maður­inn muni halda áfram að brjóta af sér, en rann­sókn á mál­um hans er ekki lokið. Enn frem­ur seg­ir lög­regla rök­studd­an grun um að maður­inn hafi rofið „í veru­leg­um atriðum skil­yrði sem hon­um voru sett í skil­orðsbundn­um dómi“. Maður­inn hef­ur þegar hlotið 10 refsi­dóma og hef­ur verið dæmd­ur fyr­ir þrjár lík­ams­árás­ir, þar af tvær stór­felld­ar, fjóra þjófnaði, þrenn eigna­spjöll, hús­brot, hót­an­ir, vopna­laga­brot, fíkni­efna­laga­brot og akst­ur und­ir áhrif­um.

 

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.