Yfir mörgu að gleðjast og til margs að hlakka
Áramótapistill forseta bæjarstjórnar
1. janúar, 2025
VideoCapture 20250101 004541
Myndin er tekin í kringum miðnætti í gær. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Þegar litið er tilbaka yfir árið sem nú er að kveðja blasir við að flest gengur okkur í haginn hér í Vestmannaeyjum. Mikil uppbygging á vegum fólks og fyrirtækja, atvinnustigið hátt, tekjur einstaklinga þær hæstu á landinu, staða og afkoma sveitarfélagsins afar góð á alla mælikvarða, íbúum að fjölga – erum 4,702 þegar þetta er skrifað og fer að glitta í að við verðum 5000. Og svona mætti lengi áfram telja.

Það er því af mörgu að taka ef maður vill tilgreina einstaka jákvæða þætti í þróun mála hér í okkar góða bæ á árinu sem er að líða – en mig langar að þessu sinni að nefna sérstaklega þrennt:

Það hefur verið með miklum ólíkindum að fylgjast með gangi mála hjá Laxey. Hér er líklega um að ræða stærstu einstöku fjárfestingu í atvinnustarfsemi í sögu Vestmannaeyja. Maður hefur horft í forundran á hraðann og kraftinn í uppbyggingunni og nú fyrir skömmu náðist sá merki áfangi að fyrstu laxaseiðin voru flutt úr seiðaeldisstöðinni inni í Botni í áframeldi í kerjunum í Viðlagafjöru. Ég ætla ekki að tíunda hér framkvæmdirnar sjálfar, hina miklu verðmætasköpun sem er framundan eða hversu vel hefur gengið að fá inn nýja hluthafa og tryggja aðra fjármögnun – sem þó eitt og sér sýnir hversu háa einkunn þetta verkefni fær. Það er eiginlega sagan á bak við þetta sem mér finnst mest heillandi.

Sá jákvæði og uppbyggilegi grunnur að þessu máli sem felst í því að Sigurjón Óskarsson og fjölskylda, sem hurfu fyrir skömmu úr útgerð eftir margar kynslóðir í þeirri grein, skuli nota afraksturinn til fjárfestinga í nýrri atvinnugrein í sinni heimabyggð. Þetta er gleðiefni og til mikillar fyrirmyndar.

En það eru ekki bara gamlar Eyjafjölskyldur í margar kynslóðir sem standa fyrir framförunum heldur líka ‘’nýir’’ Eyjamenn. Það var mikill hvalreki fyrir bæinn að framkvæmdahjónin Kristján Ríkharðsson og Margrét Skúladóttir Sigurz skyldu festa hér yndi sitt. Öllum er kunnug glæsileg  uppbygging þeirra á úrvals gistirými út um allan bæ – sem þau síðan seldu en láta þó ekki staðar numið, nema síður sé. Á nýju ári hefjast á þeirra vegum framkvæmdir við uppbyggingu á baðlóni og lúxushóteli ofan við Skansfjöru. Þetta mun alveg örugglega skjóta nýrri og sterkri stoð undir ferðamennskuna í Eyjum; laða að nýja ‘’tegund’’ gesta og lengja ferðamannatímabilið.

En allra skemmtilegast – og líklega mikilvægast til framtíðar litið – er sá mikli árangur sem er að nást í menntun og þroska barnanna okkar með verkefninu Kveikjum neistann í  Grunnskóla Vestmannaeyja. Þetta verkefni hlaut sérstaka viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu núna í nóvember – að verðleikum. Verkefnið hefur ekki bara skilað sér í stórbættum lestrarárangri barna heldur líka í bættri líðan þeirra. Þessi árangur hefur vakið mikla athygli út um allt land – og til að mynda hefur Kópavogsbær ákveðið að fylgja í kjölfar okkar hér í Eyjum strax á næsta ári.

Það er sem sagt yfir mörgu að gleðjast á því ári sem er að kveðja – og til margs að hlakka á því sem er að koma!

Ég þakka ykkur öllum fyrir samfylgdina á líðandi ári – og fyrir hönd bæjarstjórnar Vestmannaeyja óska ég ykkur gæfu og gengis á því ári sem nú fer í hönd.

 

Páll Magnússon

forseti bæjarstjórnar

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst