Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja ræddi fjölmenningu í Vestmannaeyjum á fundi í síðustu viku. Fram kemur í fundargerð að framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og fjömenningarfulltrúi hafi farið yfir starfsemi fjölmenningarfulltrúa og stefnu Vestmannaeyjabæjar í málefnum fjölmenningar.
Í afgreiðslu ráðsins segir að leiðarljós í stefnu Vestmannaeyjabæjar varðandi fjölmenningu hafi verið að íbúar sveitarfélagsins að erlendum uppruna verði virkir og sjálfbjarga þátttakendur í samfélaginu og fái notið fjölbreytts mannlífs og menningar þar sem þekking, víðsýni, jafnrétti og gagnkvæm virðing einkenna samskipti fólks af ólíkum uppruna. Ráðið þakkar kynninguna og fela fjölmenningarfulltrúa og framkvæmdastjóra sviðs að yfirfara stefnuna fyrir næsta fund ráðsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst