Yfirheyrðir vegna landtöku í Surtsey
20. nóvember, 2015
Nokkrir vestfirskir sjóarar sem voru í áhöfn Fjölnis GK hafa verið yfirheyrðir vegna landtöku í Surtsey fyrir liðlega áratug. Fjölnir er gerður út af Vísi hf. í Grindavík en skipið lagði reglulega upp afla á �?ingeyri þegar Vísir rak fiskvinnslu í þorpinu.
Fjölnir Baldursson á Ísafirði er einn þeirra sem fór á tuðru í land í Surtsey og tók vídeó af ferðinni sem hann setti á youtube fyrir tveimur árum. Hann hefur ekki verið kallaður til yfirheyrslu. �??Mér finnst skrýtið af hverju þeir hafa ekki talað við mig, þeir vita kannski hversu helvíti þrjóskur ég er,�?? segir Fjölnir.
Samkvæmt friðlýsingu Surtseyjar er bannað að fara í land í eyjunni nema með leyfi Umhverfisstofnunar, enda er náttúrufar Surtseyjar einstakt og þar er fágætt tækifæri fyrir vísindamenn að rannsaka hvernig lífríkið nemur land á eyju sem myndaðist í eldgosi árið 1963.
Fjölnir segir að sér hafi verið fullkunnugt um að það væri bannað að fara í land. �??Heldur þú að ég færi í land á zódíak á einhverri eyju nema af því að það er bannað. �?g fór bara af því að það er bannað,�?? segir Fjölnir og hlær.
Hér má sjá myndband af ferð skipverjanna.
bb.is greindi frá.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst