Yfirlitssýning á verkum Gísla J. í Bókasafni Kópavogs

Sigga Vigga, eitt af sköpunarverkum Gísla J.

Á annan í páskum, 11. apríl  lýkur yfirlitssýningu á verkum Gísla J. Ástþórssonar á 1. hæð Bókasafns Kópavogs. Gísli J. Ástþórsson (1923-2012) var þekktur á sinni tíð sem blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur, pistlahöfundur og teiknari. Gísli lærði blaðamennsku í háskóla í Bandaríkjunum árin 1943 til 1945 og var sennilega fyrsti menntaði íslenski blaðamaðurinn.

Gísli Johnsen Ástþórsson var frá Breiðabliki í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Ástþór Matthíasson lögfræðingur, verksmiðjurekandi, forstjóri. Var eigandi og framkvæmdarstjóri Fiskimjölsverksmiðju Vestmannaeyja. Ástþór sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja frá 1934 til1946 og var forseti bæjarstjórnar allan þann tíma. Kona hans var Jóhanna Sigríður Gísladóttir Johnsen Matthíasson (Sísí) húsfreyja.

Gísli sló nýjan tón í blaðamennsku á Íslandi og lagði áherslu á fréttaflutning óháð flokkspólitík.

Gísli var fjölhæfur listamaður og eftir hann liggja skáldsögur, smásögur, barnabók, leikrit og útvarpsþættir. Hann varð þekktur fyrir myndasögubækurnar um Siggu Viggu sem sprottnar eru úr íslenskum veruleika, útgerð og fiskvinnslu og segja frá lífi fiskvinnslustúlkunnar Siggu Viggu, vinkonu hennar Blíðu og samstarfsfólks.

Sögurnar birtust fyrst í Alþýðublaðinu og svo í Morgunblaðinu. Gísli teiknaði einnig ádeiluseríuna Þankastrik, sem birtist í Morgunblaðinu sem athugasemdir um atburði líðandi stundar og vakti serían iðulega mikil viðbrögð.

Hundrað ár voru liðin frá fæðingu Gísla þann 5. apríl sl. og af því tilefni gerði Stefán Pálsson sagnfræðingur honum skil í hádegiserindi. Stefán rakti starfsferil Gísla og setti hann í samhengi við ýmsar breytingar á íslensku samfélagi og í fjölmiðlun – og húmorinn er aldrei langt undan.

Af vef Bókasafns Kópavogs og Heimaslóð.

Nýjustu fréttir

Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.