ÍBV Íþróttafélag skipuleggur og heldur �?jóðhátíð Vestmannaeyja og gerir allt sem stendur í valdi félagsins til að tryggja öryggi hátíðargesta. Félagið hefur hins vegar ekkert ákvörðunarvald um það hvenær eða með hvaða hætti lögregluyfirvöld kjósa að segja frá hugsanlegum lögbrotum sem framin eru á hátíðarsvæðinu.
Meðal þess sem gert hefur verið á undanförnum árum til að auka öryggi er eftirfarandi:
- Fjölgað öryggismyndavélum á hverju ári frá 2012
- Fjölgað í gæsluliðinu á �?jóðhátíð
- Kynjaskipt salernum
- Bleiki fílinn var stofnaður fyrir 5 árum en hann er forvarnarhópur vegna kynferðisbrota
- Félagið er með áfallateymi á hátíðarsvæðinu, skipað fagfólki, sem vinnur með lögreglu og heilsugæslu
Við �?jóðhátíðarhaldið er í algjörum forgangi að tryggja öryggi gesta, einkum og sér í lagi gagnvart kynferðisbrotum og öðru ofbeldi. �?að á aldrei að fela þessi brot; alltaf að ræða þau og alltaf að snúa sökinni og skömminni að gerandanum. Kynferðisofbeldi er aldrei þolandanum eða umhvefinu að kenna; alltaf gerandanum einum.
Við treystum því að vinnubrögð lögreglu í hverju tilviki ráðist af því meginmarkmiði að hlífa þolandanum og koma höndum yfir gerandann.
ÍBV Íþróttafélag og �?jóðhátíðarnefnd vill vinna með öllum til að tryggja ofangreind markmið, þar með talið þeim góðu listamönnum sem nú hafa stigið fram og vilja leggja hönd á plóginn. Einnig hefur verið ákveðið að bjóða Stígamótum og Neyðarmóttöku Landsspítalans að koma og taka út forvarnastarfið, gæsluna og viðbragðsteymið á hátíðinni. Vonandi verður það til þess að gera góða gæslu og gott viðbragð enn betra.
�?jóðhátíðarnefnd,
Auðbjörg Halla Jóhannsdóttir
Birgir Guðjónsson
Dóra Björk Gunnarsdóttir
Elías Árni Jónsson
Hörður Orri Grettisson
Jónas Guðbjörn Jónsson