Yfirlýsing vegna Sigtúnsreitar
6. desember, 2006


Ef marka má söguskýringu Framsóknarflokksins í Árborg féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á boðun aukafundar í skipulags- og byggingarnefnd. Boðunin er sem sagt þúfan sem velti hlassinu. Á fundinum var tillaga um auglýsingu á svonefndum Sigtúnsreit og lagði formaður nefndarinnar til að málinu væri frestað. �?essi fundur átti þar með ekki að taka á málinu heldur fresta því þar til umbeðin gögn hefðu borist. Ef þetta er hin rétta ástæða þess að Framsóknarflokkurinn kaus að sprengja upp bæjarstjórnina í óþökk bæjarbúa og án frekari skýringa, þá er ljóst að fiskur liggur undir steini. �?essi ákvörðun Framsóknarmanna verður bæjarbúum dýr. Nú þegar er ljóst að vinna þarf fjárhagsáætlun frá grunni, skipa upp á nýtt í allar nefndir, auk þess sem þrír bæjarstjórar eru á launum. Uppsögn bæjarstjórans ein kostar á annan tug milljóna. �?að sem mun hins vegar reynast bæjarbúum dýrast verður óstjórnin sem nú snýr aftur. Rekstrarhalli bæjarsjóðs var viðvarandi allt síðasta kjörtímabil undir stjórn S og B lista. Söguskýring Framsóknarmanna um að þessi uppstokkun sé tilkomin vegna fundarboðs sem þeim var ekki þóknanlegt þolir ekki skoðun. Hún er ótrúverðug eins og aðrar skýringar þeirra á upphlaupi sínu. Enn er beðið að þeir staðfesti raunverulegar ástæður fyrir ábyrgðarlausu liðhlaupi þeirra.

�?órunn Jóna Hauksdóttir
Snorri Finnlaugsson
Elfa Dögg �?órðardóttir
Grímur Arnarson
Ari B. Thorarensen

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst