Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV sagði í samtali við www.sudurland.is að leikurinn hefði borið þess merki að bæði lið hefðu leikið marga leiki síðustu vikur. �?Við lögðum upp með það að liggja til baka, bæði til að verjast betur og til að hreinlega hvíla menn aðeins. �?essi leikur var ekki skemmtilegur fyrir áhorfendur og í sannleika sagt hefði 0:0 jafntefli líklega verið sanngjörn úrslit. En Yngvi Borgþórsson var ekki sammála því. Hann hefur spilað á þessum velli nokkrum sinnum áður með KFS og þekkir hér hverja þúfu og hvern hól og því var hann ekki í vandræðu með að stýra boltanum í markið fimm mínútum fyrir leikslok,�? sagði Heimir
Ein breyting var gerð á byrjunarliði ÍBV frá síðasta leik, Matt Garner kom inn á fyrir �?órarinn Inga Valdimarsson í vinstri bakvörðinn en �?órarinn kom svo inn á fyrir Garner í síðari hálfleik. Auk þess kom Stefán Björn Hauksson inn á í hálfleik fyrir Anton Bjarnason og Arnór �?lafsson kom inn á fyrir Andra �?lafsson.
Eyjamenn ætla að dvelja á Snæfellsnesinu í nótt, voru að grilla þegar blaðamaður heyrði í Heimi og ætluðu svo í pottinn. Leikmenn ÍBV fengu líka skrautlega rútuferð eftir leikinn. �?�?egar við vorum á leiðinni frá �?lafsvík þá ákvað rútubílstjórinn að fara óhefðbundna leið til baka. Við fórum alveg upp að jöklinum sem menn höfðu mjög gaman að og við tókum m.a. liðsmynd með jökulinn bak við okkur. En þegar við vorum búnir að skrölta þarna á holóttum malarvegi í fjörtíu mínútur birtist þessi stærðar snjóskafl á veginum þannig að við urðum að snúa við og fengum að skrölta til baka í aðrar fjörtíu mínútur. En þetta var mikið ævintýri,�? sagði Heimir og hafði greinilega gaman af.
Og Eyjamenn fá ekki mikið tækifæri til að hvílast því næsti leikur er strax á mánudaginn þegar ÍBV tekur á móti Reyni frá Sandgerði í bikarkeppninni. Heimir sagðist lítast vel á leikinn en átti von á því að þurfa hvíla einhverja leikmenn sem þyrftu nauðsynlega á hvíld að halda. �?�?etta hefur verið mikil törn undanfarnar vikur, tveir leikir í viku og þannig verður það áfram þannig að við notum öll tækifæri til að hvíla menn og rótera liðinu.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst