Yngvi Borgþórsson mun leika áfram með ÍBV næsta sumar en þessi reynslumikli leikmaður hefur verið mikilvægur hlekkur í leikmannahópi ÍBV þótt mínútunum inn á vellinum hafi fækkað. Yngvi framlengdi samningi sínum um eitt ár en þess má til gamans geta að í sumar var stofnaður stuðningsmannaklúbbur Yngva Bor, honum til heiðurs. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV.