Fari fjárlagafrumvarpið óbreytt í gegnum Alþingi, liggur fyrir að heilbrigðisþjónusta í Eyjum á eftir að taka miklum breytingum. Heilbrigðisstofnunin, eins og hún er í dag, mun heyra sögunni til, þjónustustig mun snarlækka og öryggi íbúa verður stefnt í voða. Á starfsmannafundi í síðustu viku sagði Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum, tillögurnar vanhugsaðar þar sem ekki er gert ráð fyrir því að þurfa að greiða fólki laun út uppsagnarfrestinn.