Yri Helene Ljosdal og Stian D. Salvesen sem búa í Stavanger í Noergi höfðu haft spurnir af þjóðhátíð og langaði til að koma við í Eyjum þjóðhátíðarhelgina á leið sinni um landið. �?au létu verða af því að mæta, voru alla dagana þrjá og urðu ekki fyrir vonbrigðum.
Í Vestmanneyjum dvöldu þau í heimahúsi þar sem þau fengu að kynnast hefðum Eyjamanna í mat og drykk. Fengu lundinn og kjötsúpan fyrstu einkunn hjá Stian sem er matreiðslumeistari. �?au höfðu aflað sér upplýsinga um þjóðhátíðina sem gerði meira en að standa undir væntingum. �??Við kolféllum fyrir þjóðhátíðinni og þetta var öðruvísi upplifun en við áttum von á. Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt,�?? sagði Stian.
�??Tónlistin, maturinn og náttúran eru engu lík og það var mjög gaman. Algjörlega frábært. Hápunkturinn voru flugeldarnir og hvernig hljóðið frá þeim endurkastaðist inni í Dalnum. Líka voru blysin og Brekkusöngurinn þar sem allir gátu sungið með frábær upplifun. Við tölum ekki íslensku en við reyndum okkar besta í að syngja með. Fólkið er vinalegt, sumir pínu drukknir en þetta er nú einu sinni útihátíð,�?? sagði Stian.
Yri var ekki síður hrifin. �??�?etta er búið að vera mjög gaman. Tónlistin frábær og mörg skemmtileg lög, flugeldasýningin var stórkostleg, góður matur og yndislegt fólk. Maður biður ekki um meira,�?? sagði Yri