Hin árlega söfnun ABC barnahjálparinnar, „Börn hjálpa börnum“ var hrint af stað í Eyjum í morgun. Börn í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja fengu þá afhenta söfnunarbauka sem þau munu svo ganga með í hús í Eyjum og safna fé til hjálparstarfa. Í ár er ætlunin að safna fyrir The Comforter starfið í Chennai í Indlandi og fyrir alvöru búsáhaldabyltingu í Burkina Faso. Eyjamenn eru hvattir til að taka vel á móti börnunum þegar þau banka upp á.